Wikimedia Ísland/Samþykkt
Icelandic version of the proposed bylaws of Wikimedia Ísland. It has been translated to English. If there is a conflict between the Icelandic version and other translations, the Icelandic one presides.
1.kafli. Nafn, heimili og tilgangur
[edit]1.1. Félagið heitir Wikimedia Ísland, skammstafað WMIS.
1.2. Heimili félagsins og varnarþing er heimili formanns.
1.3.1. Tilgangur félagsins er að framfylgja markmiðum Wikimedia Foundation (hér eftir WMF) á Íslandi. Þau markmið eru að gera fólki um allan heim kleift, og hvetja það til, að safna saman og þróa fræðsluefni sem fellur undir frjálst afnotaleyfi þannig að dreifing þess sé sem auðveldust og nái sem víðast.
1.3.2. Í þessu skyni rekur WMF mörg wiki-verkefni á vefnum á fjölmörgum tungumálum og hyggst tryggja að þær upplýsingar sem þar verða til verði aðgengilegar án endurgjalds til frambúðar.
1.3.3. Wikimedia Ísland mun halda þessum markmiðum á lofti á Íslandi og vinnur ötullega að framgangi þeirra Wikimedia-verkefna sem eru á íslensku.
1.4. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að kynna frjáls wikiverkefni fyrir almenningi og styðja við gerð þeirra eftir þeim leiðum sem félagsmenn kjósa.
1.5. Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.
1.6. Ákvörðun um slit félagsins verður eingöngu tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir þess að frádregnum skuldum til WMF.
2. kafli. Félagsaðild
[edit]2.1. Rétt á að ganga í félagið eiga allir þeir sem eru hlynntir markmiðum þess.
2.2. Árgjald félagsins skal innheimt fyrir aðalfund ár hvert.
2.3. Gefa skal kost á skráningu í félagið og greiðslu árgjalds áður en formleg aðalfundardagskrá hefst á fundardegi.
3. kafli. Kosningar
[edit]3.1. Hver félagsmaður hefur atkvæðisrétt og kjörgengi. Einfaldur meirihluti skal ráða niðurstöðum kosninga á aðalfundi.
3.2. Stjórn félagsins skal kosin leynilegri kosningu.
3.2.1. Formaður skal kosinn í sérstakri kosningu.
3.2.2. Varaformaður skal kosinn í sérstakri kosningu.
3.3. Fái tveir eða fleiri atkvæðamestu frambjóðendurnir jafnmörg atkvæði skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Séu frambjóðendur jafnmargir eða færri en stöðurnar sem þeir bjóða sig fram í skoðast þeir rétt kjörnir án atkvæðagreiðslu.
3.4. Kjörnefnd skipuð 3 félagsmönnum á aðalfundi skal annast skipulag og framkvæmd kosninga og lagabreytinga.
3.5. Félagsmenn skulu eiga möguleika á að greiða atkvæði með rafrænum hætti. Sjá nánar 5.8.
4. kafli. Stjórn
[edit]4.1. Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum þ.e. formanni, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn.
4.1.1. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum fyrir utan verkum formanns og varaformanns. Hún skal skipta sín á milli embætti ritara og gjaldkera en formaður og varaformaður eru ekki gjaldgengir í þau. Stjórn skal heimilt að fela öðrum félagsmönnum framkvæmd einstakra verkefna.
4.2. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir en stjórn skal funda að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári.
4.3. Daglega umsjón félagsins annast formaður. Stjórn fer með málefni félagsins milli aðalfunda.
4.4. Firmaritun félagsins og prókúra er í höndum meirihluta stjórnar.
4.5. Ákvarðanir stjórnar þurfa einfaldan meirihluta stjórnarmanna á bakvið sig.
4.6. Á félagsfundi getur félagsmaður borið upp vantraust á meðlim eða meðlimi stjórnar. Tillaga hans þarf að hljóta samþykki 2/3 fundarmanna til að hún nái fram að ganga enda sé a.m.k. 1/10 félagsmanna á félagsfundinum.
4.7 Ef vantrauststillaga skv. gr. 4.6 er samþykkt á formann, eða hann hverfur frá því embætti af öðrum orsökum, og varaformaður getur ekki tekið við, skal boða til aukaaðalfundar og kjósa á ný í þær stöður sem lausar eru. Sama á við ef meðstjórnendur verða færri en tveir.
5. kafli. Aðalfundir
[edit]5.1. Aðalfund skal halda á fyrsta ársfjórðungi ár hvert. Til aðalfundar skal boða með minnst 21 dags fyrirvara á heimasíðu félagsins, með tilkynningu til félagsmanna í gegnum tölvupóst, á wiki-spjallsíðu þeirra eða öðrum leiðum. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað.
5.2. Ef aðalfundur telst ekki löglegur skal boða til nýs aðalfundar að viku liðinni.
5.3. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Fundur settur
- Kosning fundarstjóra
- Kosning fundarritara
- Ávörp gesta
- Skýrsla formanns
- Skýrsla gjaldkera og afgreiðsla reikninga
- Lagabreytingar
- Ákvörðun um félagsgjald
- Kosning sex félagsmanna í stjórn
- Kosning formanns
- Kosning varaformanns
- Kosning fjögurra stjórnarmanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál
- Stjórnarskipti
- Fundi slitið
5.4. Fjárhagsár félagsins er almanaksárið.
5.5. Reikningar skulu yfirfarnir af skoðunarmanni reikninga.
5.6. Félagsfund ber að halda hvenær sem stjórnin álítur nauðsynlegt. Þá skal halda félagsfund er fimm eða fleiri félagsmenn óska þess. Fundi skal boða að jafnaði með viku fyrirvara en eigi minna en sólarhrings fyrirvara.
5.7. Öðrum en félagsmönnum skal vera heimilt að sækja aðalfund og hafa þar málfrelsi ef meirihluti viðstaddra félagsmanna gerir ekki tillögu um annað.
5.8. Heimilt er að leyfa félagsmönnum að taka þátt í aðalfundarstörfum og greiða atkvæði með rafrænum hætti. Stjórn setur nánari reglur um framkvæmd rafrænna kosninga.
5.9 Stjórn félagsins eða félagsfundur, haldinn samkvæmt grein 5.6, geta ákveðið að halda skuli aukaaðalfund. Skal þá halda hann innan mánaðar og tilkynna með að minnsta kosti viku fyrirvara.
6. kafli. Lagabreytingar
[edit]6.1. Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins 14 dögum fyrir aðalfund. Þær skulu kynntar félagsmönnum á vefsíðu félagsins með minnst viku fyrirvara fyrir aðalfund.
6.2. Til að lagabreyting öðlist gildi þarf hún að vera samþykkt af a.m.k. 2/3 hluta félagsmanna sem mættir eru á löglegan aðalfund.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi…
Dagsetning og undirskriftir allra stofnenda eða stjórnarmanna.