User:Johan (WMF)/Tools and IP message/is
Halló allir,
Wikimedia stofnunin vill vinna að tvennu sem mun hafa áhrif á því hvernig við fylgjumst með breytingum og sjáum um skemmdarverk og áreitni. Við viljum gera smátólin, sem eru notuð til að sjá um slæmar breytingar, betri. Við viljum líka fá betri friðhelgi fyrir óskráða notendur svo IP vistföng þeirra eru ekki sýnd öllum í heiminum. Við viljum ekki fela IP vistföng fyrr en við höfum betri tól fyrir eftirlit.
Við höfum hugmynd um hvaða tól gætu unnið betur og hvernig takmarkaður aðgangur að IP vistföngum myndi breyta hlutunum, en við þurfum að heyra frá fleiri wiki vefsvæðum. Þú getur lesið meira um verkefnið á Meta og sent inn athugasemdir og svörun. Núna þurfum við að heyra frá þér til að geta gefið þér betri tól í baráttunni við skemmdarverk, amapóst og áreitni.
Þú mátt senda inn á þínu eigin tungumáli ef þú getur ekki skrifað á ensku.
Johan (WMF)